Tuesday, May 09, 2006
"Ég hugsa stöðuglega"
Ég er nú ekki mikill málfræðipælari. Ég get samt orðið ótrúlega pirruð þegar ég er að hlusta á morgunþáttinn á FM957. Dóttir mín, unglingurinn, stjórnar nefnilega stöðvarvalinu á morgnana og stillir alltaf á þennan morgunþátt.
Þetta var sem sagt orðalag sem var notað í gærmorgun. "Ég hugsa stöðuglega um..." (ekki man ég nú lengur hvað það var sem hún hugsaði svo stöðuglega um). Það virðist vera í tísku hjá ungu fólki að tala "lélega" íslensku. Maður þarf ekki annað en að skoða bloggsíður hjá unglingum til að sjá svona málfræðislátrun. OG ég trúi ekki öðru en að þau viti betur.
Þetta var sem sagt orðalag sem var notað í gærmorgun. "Ég hugsa stöðuglega um..." (ekki man ég nú lengur hvað það var sem hún hugsaði svo stöðuglega um). Það virðist vera í tísku hjá ungu fólki að tala "lélega" íslensku. Maður þarf ekki annað en að skoða bloggsíður hjá unglingum til að sjá svona málfræðislátrun. OG ég trúi ekki öðru en að þau viti betur.