Thursday, May 18, 2006
20 ára stúdent!

Mér finnst alveg ótrúlegt að ég eigi 20 ára stúdentsafmæli. Það bara geta ekki verið 20 ár liðin síðan þessi mynd var tekin. Þegar ég horfi á myndina, sé ég ungar stúlkur, sætar og hamingjusamar. Fyrir 20 árum síðan var lífið svo skemmtilegt og framtíðin svo björt. Mér finnst ég alveg geta lesið það út úr andlitunum okkar á þessari mynd.
Núna erum við allar 20 árum eldri og reynslunni ríkari. Við höfum gengið í gegnum ýmisleg og alltaf haldið "jólakortasambandi". Við hittumst reyndar líka einu sinni á ári, ásamt restina af bekknum okkar og þykir það víst frásagnarvert. Við vorum ekki samrýmdur bekkur í den, en verðum greinilega miklu samrýmdari með árunum.
Á morgun er sem sagt komið að því að sameina allan árganginn í heilmiklu partíi. Þar á eftir verður svo farið í formlegan stúdentafögnuð, ásamt fleiri afmælisárgöngum.
Viva Versló!
Comments:
<< Home
Til hamingju með stúdentsafmælið!
Minn árgangur er ekki svona samheldinn. Við hittumst á 10 ára stúdentsafmælinu og síðan ekki söguna meir. Kannski að það verði hittingur þegar 20 ár eru liðin - veit það ekki.
Minn árgangur er ekki svona samheldinn. Við hittumst á 10 ára stúdentsafmælinu og síðan ekki söguna meir. Kannski að það verði hittingur þegar 20 ár eru liðin - veit það ekki.
Innilega til hamingju með þetta.
Skelltu svo hressilega í þig í kvöld, dansaðu þar til að þú færð blöðrur og náðu þér svo í einhvern flottan hunk ;)
Post a Comment
Skelltu svo hressilega í þig í kvöld, dansaðu þar til að þú færð blöðrur og náðu þér svo í einhvern flottan hunk ;)
<< Home