Wednesday, April 26, 2006

 

Mótþróaþrjóskuröskun (ODD)

Frumgreining á syninum kom frá skólasálfræðingi í gær. Mér finnst hún nokkuð nærri lagi, miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið. Það er nauðsynlegt að meðhöndla hana sem fyrst, því hún versnar víst með aldrinum. Með þessari röskun fylgir oft hvatvísi sem er afbrigði af ADHD.

Við eigum eftir að fá staðfestingu frá barnalækni og þá verður líka rætt um úrræði og meðhöndlun. Ég vona bara að það verði fljótlega, svo blessuðu barninu geti farið að líða betur í skólanum.

Comments:
Ó elsku kerlingin - mikið er gott að það er loksins komin greining á stubbinn. Þá er hægt að fara að vinna með honum í rétta átt - og honum fer vonandi að líða betur. Ég lærði samt alltaf að þetta héti "Andstöðuþrjóskuröskun" he he - svona eru mörg orð til um sama hlutinn. EN allavega - ég krossa fingur fyrir ykkur og mundu að taka við allri aðstoð sem býðst - þú átt það skilið og barnið svo sannarlega líka ;)
 
Sæl. Hafðu endilega samband við ADHD-samtökin, þar er margt hægt að læra um til hvaða ráða þú getur gripið. Gangi þér og ykkur vel.
 
Æ, þetta er svo erfitt. Vonandi fáið þið góða hjálp sem allra fyrst.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?