Thursday, April 13, 2006

 

Innbrot

Það var ekki falleg sjón sem blasti við systur minni og mági þegar þau komu heim í dag. Það var búið að brjótast inn í litla sæta húsið þeirra í Dalnum og umturna öllu. Föt lágu á víð og dreifð um svefnherbergið, skúffur og skápar opnir og innihald á víð og dreifð. Flestu sem var hægt að stela, var stolið, fartölvu, PS2, 30 leikjum, heimabíóið, áfengi og fleiru. Þau áætluðu að heildarverðmætamissir hafi verið um ein milljón. Systur minni fannst þó sárast að sjá að Páskapakkar sem hún hafði ætlar stjúpsonum sínum, hafði verið stolið.

Lögreglan mætti á svæðið, en gerði víst fátt. Tæknideildin sá ekki ástæðu til að koma og taka fingraför af einhverjum óútskýranlegum ástæðum. Kannski nenntu þeir bara ekki svona langt upp í "sveit". Systir mín telur það pottþétt að unglingar hafi brotist inn, miðað við þá hluti sem teknir voru. Meiri áhersla var lögð á leikjatölvu og leiki, vatnsblöðrur og tyggjókarton, heldur en síma, vídeotæki og 28" sjónvarp.

Það erfiðasta við að lenda í innbroti er sú tilfinning að einhver ókunnugur hafi vaðið inn á þitt einkaheimili og gramsað í þínum hlutum. Auðvitað er erfitt að lenda í fjárhagslegu tjóni, en ég held að hitt sitji bara lengur í manni.

Comments:
æ æ, en leiðinlegt! Árans pakkið :-@
 
ÓMG djöfuls skítapakk - knús til systur frá mér
 
Já og annað - takk fyrir síðast - geggjað partý og líðanin í gær eftir því hi hi hi
 
Takk sömuleiðis. Ég neyddist til að fara í rúmið klukkan rúmlega fjögur, þá var ég sú síðasta eftir á lífi. Hundfúl yfir því að skemmtistaðir voru bara opnir til þrjú.

Ég á sko pottþétt eftir að gera þetta aftur fljótlega. Ég var búin að gleyma því hvað þetta er gaman.
 
Úff, ferlegt!
 
skítapakk.
já og svo langaði mig að biðjast innilegrar afsökunar á fjarveru minni í afmælinu og óska þér til hamingju í leiðinni. ég ætlaði að hringja í þig til að láta þig vita en ég fann ekkert nema ömmu þína í símaskránni, sama hvað ég leitaði og ekki vildi ég vera að trufla hana ömmu. ég var búin að vera að flytja í 4 daga streit og var andlega og líkamlega búin og þegar ég ætlaði að fara að gera mig til í ammælið fann ég bara hvernig líkaminn gaf sig og ég datt út.
en ég sendi þér semsagt hérmeð cyber-knús :)
 
Þú þarft ekkert að biðast afsökunar á því. Þú misstir hins vegar af skemmtilegu partíi.
 
arg!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?