Wednesday, April 12, 2006
Blush, breezer og bjór
Ég held að það sé uppskriftin af fjörugu fertugsafmæli. Ég fór í hádeginu að kaupa inn drykki fyrir kvöldið. Ég stóð hálf rugluð á milli vínflaskna og þurfti á hjálp að halda. Ég var nefnilega ekki viss um hvað tuttugu konur geta innbyrt mikið af áfengi. Afgreiðslukonan sagði að reiknað væri með tveimur drykkjum pr. mann, pr. klukkutíma. Það þýddi að ef partíið yrði fram eftir nóttu, færi ég á hausinn. Hún benti mér á þá leið að kaupa helling, borga með kreditkorti og skila svo bara afgangnum. Hmmm hvaða afgang má ég spyrja. Ef það er til vín, þá verður það drukkið þangað til að það er búið. Ég þekki sko mitt heimafólk.
Þetta olli mér heilabrotum. Ég endaði með 24 flöskur af breezer, 24 flöskur af bjór og 4 lítra af blush. Nú er bara að sjá hvort ég hafi reiknað dæmið rétt út. Læt ykkur vita á morgun... eða hinn.
Þetta olli mér heilabrotum. Ég endaði með 24 flöskur af breezer, 24 flöskur af bjór og 4 lítra af blush. Nú er bara að sjá hvort ég hafi reiknað dæmið rétt út. Læt ykkur vita á morgun... eða hinn.
Comments:
<< Home
Til hamingju með afmælið - þú varst sko ekki lengi að ná mér.
Hafðu það gott og við sjáumst svo í kvöld
Post a Comment
Hafðu það gott og við sjáumst svo í kvöld
<< Home