Friday, April 28, 2006

 

Smá plögg


Wednesday, April 26, 2006

 

Mótþróaþrjóskuröskun (ODD)

Frumgreining á syninum kom frá skólasálfræðingi í gær. Mér finnst hún nokkuð nærri lagi, miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið. Það er nauðsynlegt að meðhöndla hana sem fyrst, því hún versnar víst með aldrinum. Með þessari röskun fylgir oft hvatvísi sem er afbrigði af ADHD.

Við eigum eftir að fá staðfestingu frá barnalækni og þá verður líka rætt um úrræði og meðhöndlun. Ég vona bara að það verði fljótlega, svo blessuðu barninu geti farið að líða betur í skólanum.

Sunday, April 23, 2006

 

Hmmm...

ENFJ - "Persuader". Outstanding leader of groups. Can be aggressive at helping others to be the best that they can be. 2.5% of total population.
Free Jung Personality Test (similar to Myers-Briggs/MBTI)


Ég ætti kannski að skipta um starf.

Saturday, April 22, 2006

 

Test

This Is My Life, Rated
Life:
5.9
Mind:
5.7
Body:
5
Spirit:
7.1
Friends/Family:
7.2
Love:
0
Finance:
8.8
Take the Rate My Life Quiz

Thursday, April 13, 2006

 

Innbrot

Það var ekki falleg sjón sem blasti við systur minni og mági þegar þau komu heim í dag. Það var búið að brjótast inn í litla sæta húsið þeirra í Dalnum og umturna öllu. Föt lágu á víð og dreifð um svefnherbergið, skúffur og skápar opnir og innihald á víð og dreifð. Flestu sem var hægt að stela, var stolið, fartölvu, PS2, 30 leikjum, heimabíóið, áfengi og fleiru. Þau áætluðu að heildarverðmætamissir hafi verið um ein milljón. Systur minni fannst þó sárast að sjá að Páskapakkar sem hún hafði ætlar stjúpsonum sínum, hafði verið stolið.

Lögreglan mætti á svæðið, en gerði víst fátt. Tæknideildin sá ekki ástæðu til að koma og taka fingraför af einhverjum óútskýranlegum ástæðum. Kannski nenntu þeir bara ekki svona langt upp í "sveit". Systir mín telur það pottþétt að unglingar hafi brotist inn, miðað við þá hluti sem teknir voru. Meiri áhersla var lögð á leikjatölvu og leiki, vatnsblöðrur og tyggjókarton, heldur en síma, vídeotæki og 28" sjónvarp.

Það erfiðasta við að lenda í innbroti er sú tilfinning að einhver ókunnugur hafi vaðið inn á þitt einkaheimili og gramsað í þínum hlutum. Auðvitað er erfitt að lenda í fjárhagslegu tjóni, en ég held að hitt sitji bara lengur í manni.

Wednesday, April 12, 2006

 

Blush, breezer og bjór

Ég held að það sé uppskriftin af fjörugu fertugsafmæli. Ég fór í hádeginu að kaupa inn drykki fyrir kvöldið. Ég stóð hálf rugluð á milli vínflaskna og þurfti á hjálp að halda. Ég var nefnilega ekki viss um hvað tuttugu konur geta innbyrt mikið af áfengi. Afgreiðslukonan sagði að reiknað væri með tveimur drykkjum pr. mann, pr. klukkutíma. Það þýddi að ef partíið yrði fram eftir nóttu, færi ég á hausinn. Hún benti mér á þá leið að kaupa helling, borga með kreditkorti og skila svo bara afgangnum. Hmmm hvaða afgang má ég spyrja. Ef það er til vín, þá verður það drukkið þangað til að það er búið. Ég þekki sko mitt heimafólk.

Þetta olli mér heilabrotum. Ég endaði með 24 flöskur af breezer, 24 flöskur af bjór og 4 lítra af blush. Nú er bara að sjá hvort ég hafi reiknað dæmið rétt út. Læt ykkur vita á morgun... eða hinn.

Friday, April 07, 2006

 

Aldurinn færist yfir

Í næstu viku næ ég þeim merka áfanga að verða fertug. Er ekki sagt einhvers staðar að allt sé fertugum fært. Ég held að það geti alveg staðist. Ég ætla að sjálfsögðu að halda upp á daginn í góðra vinkvenna hópi. Það er sko sannarlega kominn tími til, hef ekki haldið almennilega upp á daginn síðan ég varð tvítug OG finnst það bara næstum hafa gerst í gær.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?