Wednesday, March 08, 2006

 

Tvær og hálf vika

Þá eru tvær og hálf vika í fermingardag. Margt hefur verið gert, en ótrúlega margt er samt ennþá eftir. Ég veit ekki hvort það er kominn tími til að panikka, hvað finnst ykkur?

1. Finna fermingarföt. Jebb, það er ennþá eftir. Hugmyndin er komin, nú er bara að finna fötin.
2. Panta fermingarköku. Ætti maður kannski að skammast sín. Kannski er ég bara orðin of sein og fæ enga köku.
3. Klippun og litun fyrir dömuna. Jú, það verður næsta þriðjudag.
4. Prufugreiðsla. Reddað, það verður á miðvikudeginum.
5. Myndataka. Sama dag og prufugreiðsla.
6. Salur. Búin að skoða, fá hugmyndir að skreytingum og allt svoleiðis.
7. Veitingar. Búið að skipuleggja hver á að sjá um hvað og allt klárt með það.
8. Skreytingar. Búið að kaupa allt nema það á ennþá eftir að ákveða með lifandi blóm.
9. Boðskort. Hehe ég er nú ekki alveg vonlaus. Sendi boðskort í byrjun síðustu viku.
10. Gestabók, ekki búin. Fermingarkerti, klárt. Hanskar og sálmabók, klárt.

Er ég að gleyma einhverju?

Comments:
ég sé ekki betur en þetta sé allt saman á góðri leið. Við erum ekki komin alveg svona langt en það er líka lengra í okkur (annar í páskum). Þó búið að redda fermingarfötunum og panta klippingu (Fífa vill ekki greiðslu, bara fallega klippingu og setja í sig kamb)

Hvaða litaþema eru þið með? Við verðum með bleikt og límónugrænt.
 
jedúdda, það er aldeilis listinn. en ég held þó að flest það sem er eftir séu hlutir sem reddast á nótæm.
ég get lánað millu fermingarskyrtuna mína, fann hana um daginn heima hjá mömmu. svona blá mittissíð og með axlarpúðum.
áhugi?
 
Nei, það er ekki kominn paniktími enn :) Þú reddar þessu snarlega, en ég mundi kannski ekki bíða lengi með að finna fötin.
 
Ég get kannski grafið upp "húsið á sléttunni" kjólinn sem ég fermdist í árið sautjánhundruð og súrkál,, ef einhverja vantar fermingarföt. :P

Annars man ég að það var heilmikið vesen að finna rétta kjólinn þegar frænka mín sálfræðineminn fermdist, svo það borgar sig að skunda snemma í bæinn!
 
Fermingafötin verða tækluð í dag og ég ætla að vona að okkur takist að klára að kaupa bæði föt og skó(stígvél).

Litaþeman er limegrænt (sem er víst vinsælast í ár) og gyllt.
 
hei váh maður svitnar bara - ööööhhhh váh á maður að gera allt þetta úfffffffffffffff ;)
 
við höfum verið þokkalega á undan okkar tíma í afmælinu fyrir einu og hálfu ári. Límónugrænt skraut í hrúgum til hér heima :-D Fífa vildi helst hafa þemað alveg bleikt (eins og hún þoldi ekki bleikt á tímabili) en sættist á að vera með þetta græna með.

Kjóllinn hennar og skórnir voru ekkert mál, ein búð, mátaðir tveir kjólar og tvennir skór, annað settið valið, komið. Þurfum reyndar kannski að kaupa eitthvað yfir axlirnar á henni, kjóllinn er með hlýrum, og sokkabuxur eru eftir, annars er hún fín.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?