Tuesday, March 28, 2006

 

Stressið búið

Jæja, þá er fermingin búin og við lifðum þetta öll af. Það var töluvert stress á laugardagsmorguninn og þá aðallega í mér sjálfri. Það lýsir stressinu best að ég gleymdi debetkortinu mínu í Garðheimum og fattaði það aldrei. Það var hringt í mig á sunnudeginum og þá var ég ekki farin að taka eftir því að kortið vantaði.

Anyway. Stúlkan orðin fermd og allt gekk vel. Mér fannst veislan vart byrjuð þegar fólk fór að tínast út aftur. Myndasýningin var vel lukkuð og sjálft fermingarbarnið sat undir sýningunni með bros á vör. Ég mæli með svona myndasýningu, ekkert mál að framkvæma og stórskemmtilegt. Ég held að ég hafi skannað inn 150 myndir, sem voru svo látnar ganga.

Það er eiginlega hálf skrýtið að þetta sé allt búið. Nú er það bara næsta mál á dagskrá. Á ég að halda upp á fertugsafmælið mitt eftir tvær vikur og hvernig þá? Nenni ekki að baka. Þetta þyrfti helst að vera sem ódýrast, því buddan er létt eftir svona fermingarveislu.

Comments:
Til hamingju með þetta allt saman!
 
til hamingju :-)

Nú er allt að fara í gang hér á bæ...
 
Mæli með partýi þar sem fólk kemur með veigar sjálft og þú leggur til húsnæði og kannski snakk í skál ;)
Eða þú leggur til húsnæði og kaffi og gos og fólk kemur með eitthvað girnó á sameiginlegt hlaðborð......
Ég meina - snýst þetta ekki um að hitta fólk sem langar að samgleðjast þér ;)
Knússssar
 
Til hamingju með afkvæmið :)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?