Friday, March 10, 2006

 

Status Quo

Tveggja tíma búðarferð á miðvikudaginn skilaði engum árangri. Fermingarbarnið gat bara ekki fundið sér buxur við hæfi. Henni fannst hún verða að velja buxur fyrst, svo topp og stígvél og belti.

Hér með er lýst eftir þröngum, hvítum, sparilegum buxum. Þær mega helst ekki kosta yfir 10.000 og verða að vera nógu þröngar yfir spóaleggina á dóttur minni. Allar buxur sem hún mátaði voru of víðar yfir lærin og ekki nógu fínar hér eða þar.

Ég held ég þurfi viku hvíld í Hveragerði eftir ferminguna.

Comments:
Hefur þú prófað að hringja í búðir og spyrja um buxurnar? Ef þú hefur stærð og gerð nokkuð á hreinu getur það sparað þér mörg spor. Hefur þú prófað góðar barnafatabúðir? Sumar þeirra eiga föt í stórum (barna)stærðum sem passa á langa og granna krakka.
 
ég sá að hún var orðin ansi pirruð blessunin...hehehe...
 
Já það eru engar ýkjur. Við vorum báðar orðnar ansi þreyttar á klukkan sjö, eftir að hafa eytt deginum í búðum. EN fermingarfötin eru komin, svo það er mikill sigur.
 
Þá er nú mikið komið!
 
jamm, það er nú fínt. Sama hér.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?