Friday, February 10, 2006

 

Vesen með verktaka

Ekki ætlar hann að standa sig blessaður verktakinn. Ég sendi ábyrgðarbréf, eftir leiðbeiningum frá lögfræðingi Félags fasteignasala, þar sem ég gaf honum frest á að klára sín mál. Nú er sá frestur að renna út næsta mánudag og ég hef hvorki heyrt frá honum né fasteignasalanum (sendi afrit á söluna).

Rafvirkinn er að vísu búinn að koma og klára sitt, en hann sagði mér að hann væri ekkert bundinn Sérverki ehf, heldur starfaði sjálfstætt. Hvorki múrari, né smiður hafa látið sjá sig. Þeir eru með lykil af íbúðinni, þannig að það er ekki hægt að segja að ég sé aldrei heima.

Ég sé því fram á að þurfa að fara að leita tilboða í næstu viku. Ég var að vonast til að ég myndi sleppa við það, en maður verður víst bara að demba sér út í óvissuna.

Comments:
óóóóþolandi :-@

gangi þér vel. Ef þú talar við Handlaginn (Handlagin?) ehf passaðu þig þá að halda upp á allar nótur, þeir eru flinkir og koma alltaf þegar þeir lofa en bókhaldið hjá þeim er í rusli.
 
Úff! Gangi þér vel!
 
Þegar ég kom heim í dag, hafði verktakinn greinilega verið á staðnum. Hann var búinn að laga flísina sem var brotin inná baði og skildi klósettið eftir, hálf-laust. Ég veit ekki hvort það var hefnigirni eða hvað, en ég þori varla að setjast á klósettið. Verð að reyna að finna leið til að herða það í dag.

Ó já og hann er búinn að skila lyklinum. Virðist sem hann hafi látið smíða nýjan og skilað, svo hann er ennþá með eitt eintak. Hvað heldur maðurinn eiginlega að ég sé!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?