Wednesday, February 08, 2006
Veikindi
Sonurinn er búinn að vera lasinn undanfarið. Ég hef ekki mætt í vinnu í tvo daga. Ég hef gaman af því að vera heima að sinna syninum, en er drullufúl yfir samviskubiti sem læðist yfir mig gagnvart vinnunni. Þegar ég mældi hann áðan fékk ég hálfgert áfall. Drengurinn var ennþá með 38,7 stiga hita, og samviskubitið hrópaði á mig. Ég hafði því samband við minn fyrrverandi og benti honum á það að ég væri búin að vera heima í tvo daga og spurði hvort hann gæti tekið næstu tvo daga. Bara vera hörð á þessu og láta hann ekki komast upp með neitt. EN hann mótmælti og sagðist þurfa að mæta á rosalega merkilegan fund á morgun. Hann spilar alltaf út þessu trompi. Ég sagði því með þjósti "Og hvernig eigum við að leysa þetta, ég verð að mæta í vinnu á morgun!". Málið er ennþá í athugun.
Núna er ég örg út í sjálfa mig. Af hverju er ég svona ofur samviskusöm að ég get ekki verið heima og knúsað veika barnið. Af hverju þarf ég að stressa mig á því að mæta í vinnu. Ætli þetta sé hlutskipti útivinnandi mæðra? Þessi eilífa togstreita á milli vinnu og heimilis. Eða er það bara ég sem er að tapa vitinu.
Núna er ég örg út í sjálfa mig. Af hverju er ég svona ofur samviskusöm að ég get ekki verið heima og knúsað veika barnið. Af hverju þarf ég að stressa mig á því að mæta í vinnu. Ætli þetta sé hlutskipti útivinnandi mæðra? Þessi eilífa togstreita á milli vinnu og heimilis. Eða er það bara ég sem er að tapa vitinu.
Comments:
<< Home
Reyndar finnst mér eins og þetta sé frekar algengt. Fólk sem er réttilega veikt fær samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni og fá samt greitt fyrir fullan vinnudag, jafnvel yfirvinnu líka. Margir harka af sér og mæta samt í vinnuna veikir. Ég hef líka sjálfur haft svona samviskubit.
En samviskubitið er óþarft; maður er ekki svo yfirleitt _aldrei_ mikilvægur að einhver verkefni geti ekki beðið í einn til tvo daga. Fáir aðrir en læknar geta talist svona mikilvægir... Og varðandi kostnað, þá er kostnaður eins og þessi kostnaður sem atvinnurekendur verða að bera, og þeir vita það vel. Engin ástæða til að hafa samviskubit útaf því heldur.
-Guðmundur.
En samviskubitið er óþarft; maður er ekki svo yfirleitt _aldrei_ mikilvægur að einhver verkefni geti ekki beðið í einn til tvo daga. Fáir aðrir en læknar geta talist svona mikilvægir... Og varðandi kostnað, þá er kostnaður eins og þessi kostnaður sem atvinnurekendur verða að bera, og þeir vita það vel. Engin ástæða til að hafa samviskubit útaf því heldur.
-Guðmundur.
nákvæmlega! Lítið fengið með að mæta veikur í vinnuna, maður sjálfur eins og drusla, smitar í kring um sig og (eins og ég varð áþreifanlega vör við í haust) hrynur niður aftur og það mun verr!
Þið þekkið sjálfsprófið um hvort maður sé ómissandi, er það ekki? Maður tekur fullt vatnsglas, stingur ofan í það puttanum og tekur upp úr aftur. Ef það er hola, þá er maður ómissandi
(þessu er sko ekki síður beint til þess fyrrverandi en þín...)
Post a Comment
Þið þekkið sjálfsprófið um hvort maður sé ómissandi, er það ekki? Maður tekur fullt vatnsglas, stingur ofan í það puttanum og tekur upp úr aftur. Ef það er hola, þá er maður ómissandi
(þessu er sko ekki síður beint til þess fyrrverandi en þín...)
<< Home