Tuesday, February 28, 2006

 

Ég hlakka svo til

Ég er spennt fyrir sýningunni í kvöld. Búin að kaupa miða og nú bíð ég bara eftir því að klukkan verði sjö.

Annars er mikið að gera þessa dagana og lítill tími til að blogga. Fermingarundirbúningur í hámarki, aðalfundur húsfélagsins nýbúinn (ég er sko gjaldkeri þar) og ég er að byrja að undirbúa soninn fyrir skólaskipti. Hann er að fara í nýjan skóla eftir páska og þar sem hann höndlar illa breytingar, verð ég að byrja að undirbúa jarðveginn strax. Fórum í göngutúr niður að nýja skólanum í góða veðrinu í gær og spjölluðum saman um breytingarnar.

Það styttist allt of hratt í þessa fermingu. Núna eru rúmar 3 vikur til stefnu og margt eftir að gera. Ég sendi boðskortin út í dag, ekki seinna vænna.

Comments:
góða skemmtun :-D
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?