Monday, February 20, 2006

 

Þetta er allt að koma

Ég er með tvö stór mál í gangi eins og er. Annars vegar er það lokafrágangur á íbúðinni og hins vegar ferming dótturinnar.

1. Íbúðin er að verða frágengin af hendi verktaka. Það þarf að skipta um útidyrahurð og verkstjórinn mætti um helgina til að taka mál af hurðinni. Hann sagðist ætla að senda málara til að klára fráganginn eftir lekaviðgerðir og þá er þetta bara eiginlega alveg búið.

2. Við mæðgurnar fórum í Garðheima um helgina. Eftir að hafa dáðst af smáhundum í drykklanga stund var farið í föndurdeildina. Eftir þessa ferð er búið að skipuleggja boðskort og kaupa helming af efni til föndursins, búið að panta kerti og prentun á það, serviettur komnar og borðskraut nokkuð frágengið. Við eigum bara eftir að útfæru hugmyndir um lifandi blóm á borðin. Þetta verður rosa flott og kostnaður aðeins farinn að fara ofar en áætlað var. Búið að panta ljósmyndara, prufugreiðslu og förðun og þá að sjálfsögðu aðalgreiðsluna. Búið að ákveða með útfærslu á veitingum, en ekki búið að ákveða með pöntun á fermingatertu og kannski einni djúsí súkkulaðitertu. Veislan eða Kökuhornið verða fyrir valinu. Að lokum fékk ég lánaðan skanna, svo það verður sest yfir það um næstu helgi og myndir valdar af fermingabarninu á ýmsum aldri.

Nokkuð sátt við framvindu mála.

Comments:
Það er bara hörku aksjón!
 
Váh hvað þetta skotgengur hjá þér. Úff maður svitnar bara. Ég er sko aaalveg að fara að bretta upp ermarnar í fermingarundirbúningnum - sko aaaaalveg!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?