Tuesday, January 31, 2006

 

Tækjasjúklingur

Ég verð að viðurkenna að ég á við ákveðinn veikleika að stríða. Ég er tækjasjúklingur. Ég á flest rafmagnstæki sem hægt er að kaupa fyrir eldhús og svo er ég hrifin af tækjum tengdum tónlist og bíómyndum. Ég verð eins og krakki með nýtt dót, þegar ég er búin að kaupa mér nýtt tæki.

Í gær keypti ég mér nýja ísvél og þar á undan keypti ég nýjan mixara, því ég náði að bræða úr þeim gamla. Ókei, það virðast hvíla á mér álög. Rafmagnstæki endast aldrei lengi hjá mér. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég noti þau vitlaust eða af því að ég er svo sparsöm að ég kaupi ekki dýr tæki.

Næst langar mig í I-pod, eða nýtt flott sjónvarp, eða heimabíó, eða nýjan GSM síma, eða...

Comments:
eigum við að halda TA fund? Við erum svolítið illa haldin af þessu heilkenni líka, heima hjá mér. Tæki eru bara svo skemmtileg
 
Mæli með ipod. Eða flottum flatskjá. Eða heimabíó. Eða...

Tækjasjúklingur nr. 3. :)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?