Monday, January 02, 2006

 

Jútú

Ég tók þá ákvörðun um áramótin að ég yrði að komast á U2 tónleika. Við virðumst vera mjög samrýmd systkinin, því þau tóku sömu ákvörðun og var því ákveðið að skella sér saman á tónleika í næsta Evróputúr hljómsveitarinnar.

Þangað til væri alveg upplagt að skella sér bara á Sálina. Ég á systur og bróður sem eru samanlagt búin að fara á næstum alla Sálartónleika sem haldnir hafa verið. Kannski ég skelli mér bara með næst. Ég kann amk. nokkuð í textunum þeirra og gæti örugglega skemmt mér vel.

Comments:
bíddu bara...
 
Tíhí sem sagt ekki Sálar-aðdáandi.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?