Tuesday, January 10, 2006

 

Brett upp ermar

Ég er ennþá að bíða eftir því að byggingaransk.verktakinn komi og klári ýmislegt smávægilegt í íbúðinni minni. Ég talaði við lögfræðing hjá Félagi Fasteignasala og fékk eftirfarandi leiðbeiningar:

1. Senda ábyrgðarbréf á byggingarverktakann og fasteignasöluna þar sem ég gef þeim ca. 3 vikur til að koma og klára atriðin sem voru talin fram í afsali. Ef þeir komi ekki innan frestsins, komi ég til með að hafa samband við iðnaðarmenn og fá tilboð í verkin.

2. Ef það gengur ekki. Fá tilboð í verkin (helst 2-3), og senda sömu aðilum annað ábyrgðarbréf, þar sem ég tiltek upphæðir á lægstu tilboðum. Gefa þeim aftur ca 3 vikur til að koma og klára, annars taki ég þessum tilboðum og verkin verði kláruð á kostnað byggingarverktaka. Ef kostnaður fer fram úr 200 þús. sem var haldið eftir, þá á ég kröfu á byggingarverktaka.

Lögfræðingurinn talaði um að það væri nauðsynlegt að ég passaði upp á að fara nákvæmlega þessa leið. Þannig væri ég með gögn ef málið endaði fyrir dómstólum.

Vona að þetta dugi, svo ég geti kannski farið að flísaleggja forstofuna hjá mér.

Comments:
Gleði þess að kaupa nýjar íbúðir - eða þannig. Við stóðum í talsverðu stappi við byggingaverktakann í síðustu íbúðinni minni (á undan þessari), þar sem ekki var búið að klára að ganga frá tyrfingu eða frágangi við bílastæði á réttum tíma. Okkur tókst sem betur fer að þræla verktakanum til að klára áður en hann fór á hausinn...

Gangi þér vel!
 
Úff! Gangi þér vel!
 
Þú ert baaara dugleg :) Risaklapp á bakið frá mér.
 
toj toj!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?