Monday, January 16, 2006

 

Bloggfíkill + matarfíkill

Ég er bæði. Í dag er fyrsti dagurinn minn í matarátaki. Ég ætla að fara að miklu leyti eftir DDV kúrnum, en þó ekki alveg. Markmiðin eru þessi.

1. Drekka meira vatn
2. Borða morgunmat
3. Borða 3oo gr grænmeti 2x á dag
4. Hætta að borða sykur
5. Hámark 2 sneiðar af brauði á dag
6. Takmarka pasta og kartöflur þe. ekki meira en 75 gr. á dag

Átakið byrjaði kannski ekki vel, en ég læt nú ekki smá byrjunarerfiðleika setja allt úr skorðum. Þar sem ég er bloggfíkill, verð ég að sjálfsögðu með hliðarsíðu fyrir átakið. Hún verður meira á persónulegu nótunum og þar ætla ég að halda matardagbók. Ég held að það hjálpi mér mikið.

Comments:
sko þig :-) gangi vel.

Ég er búin að fara eftir frekar ströngum kúr í viku, féll píínulítið um helgina en ekkert svo illa. Eitt komma tvö af hingað til...
 
Göfug markmið - gangi þér vel!
 
Jú gó görl ;)
 
Gangi þér vel.

Ég hef stundum verið að spá í þennan DDV kúr, en ég veit ég ekki hvort ég nenni að mæta á fundi, hvað þá að ELDA. :)
 
Ok ætli ég giski ekki bara á Hveragerði
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?