Friday, January 13, 2006
Allir að kjósa Telmu

Ég er aðdáandi þessarar stúlku. Mér finnst hún hafa allt til að bera til að verða Ædolstjarna. Hún er falleg, brosmild og syngur vel. Hún tekur sig mjög vel út í mynd og hljóði. Mér fyndist alger synd ef hún fengi ekki að spreyta sig í Smáralindinni.
Þess vegna hvet ég alla til að sjá og hlusta á hana í kvöld og senda inn eitt, helst tvö eða fleiri atkvæði í hennar númer.
Áfram Telma!