Friday, December 30, 2005
Árið 2005
Ég held að tveir atburðir standi upp úr frá árinu 2005.
1. Ég flutti í mína eigin íbúð, sem ég á ein og alveg sjálf. Ég stóð í mínar eigin lappir og allar framkvæmdir (setja upp ljós og gardínur, bora í veggi, hengja upp myndir, tengja uppþvottavél og þvottavél) gerði ég sjálf. Ekkert smá stolt og það sýndi sig að þegar á reyndi, gat ég bara gert ýmislegt.
2. Duran Duran tónleikarnir. Það er eitthvað sem ég vildi upplifa aftur..og aftur. Mér fannst þeir ennþá jafn sætir og flottir og dansaði og söng allan tímann.
Ég verð alltaf hálf trist á áramótum. Þegar "Nú árið er liðið" hljómar í útvarpinu, fyllast augun yfirleitt af tárum. Ég hef verið svona síðan ég man eftir mér og breytist varla úr þessu.
Gleðilegt nýtt ár!
1. Ég flutti í mína eigin íbúð, sem ég á ein og alveg sjálf. Ég stóð í mínar eigin lappir og allar framkvæmdir (setja upp ljós og gardínur, bora í veggi, hengja upp myndir, tengja uppþvottavél og þvottavél) gerði ég sjálf. Ekkert smá stolt og það sýndi sig að þegar á reyndi, gat ég bara gert ýmislegt.
2. Duran Duran tónleikarnir. Það er eitthvað sem ég vildi upplifa aftur..og aftur. Mér fannst þeir ennþá jafn sætir og flottir og dansaði og söng allan tímann.
Ég verð alltaf hálf trist á áramótum. Þegar "Nú árið er liðið" hljómar í útvarpinu, fyllast augun yfirleitt af tárum. Ég hef verið svona síðan ég man eftir mér og breytist varla úr þessu.
Gleðilegt nýtt ár!
Comments:
<< Home
dónt sei a preyr for mí náááááááá...... seif it till ðe morning after .....
Til hamingju með persónulega sigra á þessu ári og megi þeir verða margir og miklir á hinu næsta :)
Post a Comment
Til hamingju með persónulega sigra á þessu ári og megi þeir verða margir og miklir á hinu næsta :)
<< Home