Tuesday, December 13, 2005
Nærbuxnavandamál
Það ætlar að reynast mér örlítið erfiðara að standa í strákauppeldinu. Sonur minn kom heim í gær og kvartaði yfir því að honum hefði verið strítt í leikfimi. Strákarnir hefðu sagt að hann væri í píkunærbuxum. "Hvað meinarðu, eru Batman nærbuxurnar, píkunærbuxur?" spurði ég ráðvillt. Hjartað fór alveg í hnút við tilhugsunina um að það væri verið að stríða litla barninu mínu.
Ég veit varla hvernig nærbuxur eru ekki píkunærbuxur. Ég sé fram á búðarferð, þar sem reynt verður að kaupa nærbuxur sem eru samþykktar í sjö ára strákasamfélagi. Vandamálið er að hann veit varla sjálfur hvernig nærbuxur það eru.
Ég veit varla hvernig nærbuxur eru ekki píkunærbuxur. Ég sé fram á búðarferð, þar sem reynt verður að kaupa nærbuxur sem eru samþykktar í sjö ára strákasamfélagi. Vandamálið er að hann veit varla sjálfur hvernig nærbuxur það eru.
Comments:
<< Home
Æ, þetta getur verið svo erfitt. Auðvitað ÆTTU litlir drengir að geta verið í hvernig nærbuxum sem er án þess að verða fyrir aðkasti. En raunin er oft önnur og búningsklefastríðni getur verið sérlega sár. Hjá mínum dreng eru boxer nærbuxur þær einu "löglegu". Þær eru oft annaðhvort rosalega dýrar eða algert drasl, en ég hef góða reynslu af nærum frá frönsku búðinni.
Æi, aumingja hann, Kalli lenti líka í svipuðum hremingum í búningsklefanum í dag, ég var að flýta mér í morgun að taka til leikfimisdótið en tók óvart bleikt handklæði, ég sá bara voða flotta mynd á því og pældi ekki í litnum. Hann var svo sár í dag, mamma, þú mátt aldrei aftur láta mig fá bleikt handklæði. Hann sagðist bara ekki vera með leikfimisföt og fékk að horfa á... eins gott að vanda valið á öllum fatnaði á leikfimisdögum!!!
Þetta einskorðast ekki við drengina. Man þegar ég var eitthvað um 11 ára, þá átti ég nærbuxur, ósköp venjulegar, nema að þær voru úr efni sem var hálfgegnsætt ef ljósið féll á ákveðinn hátt á þær.
Og að sjálfssögðu var Kibba litla kölluð Hóran því hún var í svona gegnsæjum hórunærbuxum....
... krakkar geta verið sick ógeðslegir stundum við hvor aðra
Post a Comment
Og að sjálfssögðu var Kibba litla kölluð Hóran því hún var í svona gegnsæjum hórunærbuxum....
... krakkar geta verið sick ógeðslegir stundum við hvor aðra
<< Home