Friday, December 02, 2005
Gubbupest
Á meðan móðirin sefur, er ávallt radar í gangi, sem fer í gang við minnstu hljóð frá börnunum. Þessi radar gaf frá sér viðvörunarmerki, klukkan eitt í nótt. Hljóð bárust frá barnaherberginu, sem líktust "gubbuhljóðum". Móðirin spratt eins og gormur fram úr rúmi og mikið rétt, sonurinn sat í rúminu allur útgubbaður og virtist hyggja á frekari framleiðslu. Með örskotshraða skaust móðirin inní eldhús og greip þar skúringafötu/ælufötu heimilisins. Hún rétt náði að smeygja henni undir höku sonarins áður en næsta gusa reið yfir. Hún beið þolinmóð þar til allt var gengið yfir, þreif soninn og sendi hann yfir í mömmuból á meðan hreinsun á rúmi, rúmfötum og gólfi stæði yfir. Lyktin var yfirþyrmandi, en eins og allar mæður var hún útbúin með sérstakri æluvörn, sem fer í gang við svona aðstæður. Þegar þrifum var lokið var sonurinn sendur aftur yfir í sitt rúm og móðirin lagðist örþreytt aftur upp í rúm. Hún gleymdi samt ekki að kveikja á radarnum áður en hún sofnaði.
The end.
The end.
Comments:
<< Home
ðack.... nú minntirðu mig á súru fýluna sem ég var með í nefinu í tvo daga eftir einmitt svona uppákomu um daginn.... farf.... allt í einu langar mig ekki í hádegismat.
Post a Comment
<< Home