Friday, November 25, 2005

 

Thanksgiving

Ég er alveg klár á því hvað ég er þakklát fyrir þetta árið. Það er að eiga svona góða fjölskyldu. Hún er búin að styðja eins og klettur við bakið á mér, í gegnum skilnaðinn og hjálpa mér að koma undir mig fótunum aftur. Ég veit hreinlega ekki hvar ég væri án þeirra. Ég get alltaf treyst á foreldra mína og systkyni þegar eitthvað bjátar á. Án þeirra væri lífið ömurlegt.

Ég veit að það er ekkert sjálfgefið að eiga góða fjölskyldu og þess vegna er ég svo þakklát fyrir mína yndislegu fjölskyldu.

Comments:
Fjölskyldur eru góðar. Alla vega flestar. :)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?