Friday, November 11, 2005

 

Stress

Ég er soldið stressuð í dag. Ástæðan er sú að ég er að fara á fund niðrá fasteignasölu, vegna afsals. Það á sem sagt að fara yfir þá þætti sem eru ófrágengnir í íbúðinni minni. Ég er ennþá tvístígandi, hvort ég á að fá fagaðila til að fara yfir íbúðina og meta hvað er eftir, eða hvort ég á að treysta kallinum sem byggði blokkina.

Það er líka svo freistandi að plata einstæða móður og segja henni að allt sé frágengið og fínt. Hvað veit hún.

Comments:
Fagaðila, manneskja, hvern var ég að lesa um daginn þar sem svalirnar höfðu verið settar á vitlausa hæð?!!!
 
Ég mætti á þennan fund, en var látin skrifa undir afsal. Fasteignasalan heldur eftir tryggingu um að þeir klári það sem eftir er. Mér leið eins og hálfvita þarna inni, enda kom manneskjan frá fasteignasölunni þannig fram við mig. Ég var brjáluð þegar ég gekk út.
 
Hvaða fasteignasala var þetta og hver er byggingaraðilinn? Mútter er í fasteignahugleiðingum og það er gott að vita svona til að vara sig á viðkomandi.
 
Fasteignasalan heitir Fasteign.is og ég mæli eiginlega ekki með henni. Verktakinn heitir Sérverk og ég held að á byggingaverktakamælikvarða séu þeir svona í meðallagi.
 
Jamm. Fasteignasalar og bílasalar eru þær stéttir sem eru hvað leiðinlegastir við fólk sem skilur ekki alveg út á hvað viðskiptin ganga. Leiðinlegt attitjúd
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?