Wednesday, November 09, 2005
Of seint í kladdann
Ég fór í foreldraviðtöl í gær. Bæði börnin fengu góða umsögn, dóttirinn brilleraði í prófunum eins og venjulega og syninum gekk bara framar vonum í sínu fyrstu prófum. Það er bara eitt sem við þurfum að bæta. Sonurinn er í leikfimi í fyrsta tíma á mánudögum og miðvikudögum. Hann er soddan drollari að hann nær alltaf að mæta of seint í þessa tíma. 18 sinnum of seint er nú soldið tú möts fyrir minn smekk. Við þurfum að bæta úr þessu hið snarasta.
Annars fór 1.250 kr. í súginn hjá mér. Engin viðbrögð við hinni ágætu auglýsingu sem ég setti í Fréttablaðið. Ég er ennþá með sæta fjólubláa bílinn minn, óseldan, úti á plani. Skil bara ekkert í því að það vilji enginn kaupa svona góðan bíl og á svona sanngjörnu verði. Gangverð á þessum bílum er 240 þús. en ég er að biðja um 150 þús. fyrir gripinn. Kannski finnst fólki verðið grunsamlega lágt.
Annars fór 1.250 kr. í súginn hjá mér. Engin viðbrögð við hinni ágætu auglýsingu sem ég setti í Fréttablaðið. Ég er ennþá með sæta fjólubláa bílinn minn, óseldan, úti á plani. Skil bara ekkert í því að það vilji enginn kaupa svona góðan bíl og á svona sanngjörnu verði. Gangverð á þessum bílum er 240 þús. en ég er að biðja um 150 þús. fyrir gripinn. Kannski finnst fólki verðið grunsamlega lágt.
Comments:
<< Home
Farðu inn á kassi.is þar auglýsti ég í sumar og borgaði ekki krónu, og fengu færri en vildu þetta var dajhasjú "94 og töluvert ryðgaður kveðja gua
Ég seldi minn gamla bíl fyrir tveimur árum, þegar ég fór út í skóla. Auglýsti í DV, ekkert. Auglýsti á bílakassi.is, ekkert. Skráði bílinn á nokkrum sölum og ekkert.
Setti bílinn loks á planið hjá Bílasölu Matthíasar (www.bilalif.is) og þeir seldu hann. Seldu líka bílinn hans pabba þegar hann dó í fyrra. Ég myndi reyna sem flest, en oft er gott að hafa bílinn á planinu hjá bílasala þar sem fólk rúntar á milli og skoðar það sem er á staðnum. :)
Post a Comment
Setti bílinn loks á planið hjá Bílasölu Matthíasar (www.bilalif.is) og þeir seldu hann. Seldu líka bílinn hans pabba þegar hann dó í fyrra. Ég myndi reyna sem flest, en oft er gott að hafa bílinn á planinu hjá bílasala þar sem fólk rúntar á milli og skoðar það sem er á staðnum. :)
<< Home