Monday, November 14, 2005

 

Bílasala Veigu, góðan daginn!

Ég auglýsti bílinn minn aftur, með töluvert betri árangri. Síminn stoppaði varla hjá mér í gærdag. Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég setti ekkert ákveðið verð, setti bara "selst ódýrt". Ég ákvað líka að lækka verðið niður í 130 þús. Gangverð á þessum bílum er 240 þús. svo þetta er eiginlega alveg gefins.

Svo verð ég að fara að æfa mig að keyra þennan sjálfskipta. Ég hef aldrei keyrt þannig bíl og er með smá hnút í maganum.

Comments:
það er sko ekkert mál að skipta yfir í sjálfskiptan, verra í hina áttina.

Við erum með tvo bíla, annan sjálfskiptan og hinn beinskiptan, maður venst meira að segja að vera alltaf að skipta á milli...
 
Þetta gengur eitthvað hægt. Ég skil ekki fólk sem hringir og segist ætla að koma og skoða bílinn, en kemur svo ekki.
 
ertu búin að tékka hvort bíllinn er rétt staðsettur miðað við feng shuiiiiið? hvort ch'i-ið er kannski allt flotið í burtu? þú selur hann aldrei svoleiðis...
 
Fólk gerir þetta. Segist ætla að koma að skoða bíla og íbúðir, en kemur svo ekki. Það er svo mikið til af skrítnu fólki í heiminum. En þetta hlýtur að koma. :)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?