Monday, October 03, 2005
Skemmtilega vandræðalegt
Tónleikarnir tókust svona lala. Ekki nægur metnaður í kórnum og prógramminu eiginlega rennt í gegn af gömlum vana. Það var líka hægt að greina það hverjir hefðu farið með í ferðina og hverjir ekki, því sumir voru orðnir ansi ryðgaðir.
En það skemmtilegasta við tónleikana, var að ég hitti loksins Hildigunni bloggvinkonu mína. Ákvað að hleypa bara í mig kjarki og láta vaða. Ég er nefnilega soldið feimin inn við beinið. Í stuttu máli varð þetta soldið skemmtilega vandræðaleg uppákoma, en varla við öðru að búast.
Ég var spurð að því hvort ég þekkti Hildigunni og ég vissi eiginlega ekki hverju ég átti að svara. Ég þekki hana, en samt eiginlega ekki. Skemmtilega skondið þetta blogg.
En það skemmtilegasta við tónleikana, var að ég hitti loksins Hildigunni bloggvinkonu mína. Ákvað að hleypa bara í mig kjarki og láta vaða. Ég er nefnilega soldið feimin inn við beinið. Í stuttu máli varð þetta soldið skemmtilega vandræðaleg uppákoma, en varla við öðru að búast.
Ég var spurð að því hvort ég þekkti Hildigunni og ég vissi eiginlega ekki hverju ég átti að svara. Ég þekki hana, en samt eiginlega ekki. Skemmtilega skondið þetta blogg.
Comments:
<< Home
Það er alltaf ógó gaman að hitta fólk sem maður hefur kynnst á netinu. Alltaf pínu súrrealískur fílíngur í gangi. Maður þekkir manneskjuna ekki neitt, en samt svo mikið :D
Post a Comment
<< Home