Thursday, September 08, 2005

 

ADHD?

Ég á son sem hefur alltaf verið mjög orkumikill. Hann á erfitt með að sitja kyrr, nema þegar hann horfir á sjónvarp eða er í tölvuleik. Hann byrjaði í 1.bekk í fyrra og það gekk brösulega. Hann var sífellt að trufla með hljóðum og hrekkjum. Ég vonaði að næsti vetur yrði skárri, hann væri búinn að læra hvað væri ætlast til af honum í skólanum og yrði rólegri.

Mér varð ekki að ósk minni. Hann hefur átt mjög erfitt í skólanum og lærir stundum ekkert heilu kennslustundirnar. Kennarinn segir að hann sé kyrr í sætinu, en sífellt að trufla hina. Hún segir að hann geti verið duglegur að læra, en stundum sé bara ekki hægt að tjónka við hann. Hann lætur líka svona heima hjá mér, lokar eyrunum og setur upp glott. Hann þorir síður að láta svona við föður sinn og er honum stundum hótað með því að nú verði sko hringt í pabba. Það svínvirkar.

Ég er hreinlega komin á þá skoðun að það hljóti eitthvað að vera að hrjá barnið. Hann man ekki stundinni lengur hvað er sagt við hann og getur stundum látið eins og brjálæðingur. Ég er að verða ráðþrota og er orðin þreytt á spennunni og svekkelsinu sem fylgir í kjölfarið. Ég er líka með samviskubit yfir hversu örg ég get orðið þegar hann lætur svona. Eitt er á hreinu, við þurfum hjálp!

Comments:
Já það er satt og það fyr en síðar,á barnabarn sem greindist í fyrra og er nú á ritalín uno og þvílík umskipti,hann hélt mömmu sinni einmitt í heiljargreipum en hlýddi pabba sínum. Og ekki láta allt talið um að rítalín sé dóp og allt það hafa áhrif á þig það eru dópistarnir sem koma óoðrði á lyfin og það er hægt að misnota ótrúlegustu lyf. Gangi þér allt í hagin kv gua
 
já, endilega fara með stráksa í greiningu. Ekkert að því að nota þessi lyf þar sem þau eiga við, öllum líður betur og þá sérstaklega barninu.

Foreldrar sem ég þekki voru brjáluð á móti rítalíni, strákarnir þeirra snarvitlausir. Þegar miðstrákurinn fór í samræmdu prófin í tíunda bekk fékk hann að taka rítalín, kom til mömmu sinnar og sagði í undrunarrómi: Mamma, ég get sest niður og lesið og einbeitt mér í heilan klukkutíma í einu. Aldrei getað svoleiðis, alltaf liðið illa út af því, sífellt verið að skamma hann.

Fékk drengurinn síðan að halda áfram með lyfin? ónei. Sumu fólki er ekki við bjargandi.
 
ég myndi láta kíkja á hann en fá álit frá fleiri en einum og helst fleiri en tveimur áður en lagt er útí lyfjagjöf.
en ég veit af reynslu makans míns að það getur verið ansi þungt fyrir sjálfsmyndina að vera alltaf óþekki krakkinn og vandræðagemlingurinn og geta kannski lítið stjórnað því sjálfur. þó svo að smá grallaraskapur sé bara skemmtilegur er stór munur á að vera prakkari og að hafa litla stjórn á eigin hegðun og einbeitingu.
 
algerlega! Auðvitað rugl að dæla lyfjum í börn ÞAR SEM ÞAU EIGA EKKI VIÐ!
 
Það eru til ýmis úrræði sem gagnast mjög mörgum. Gangi þér vel að fá hjálp!
 
Takk fyrir góðar ráðleggingar. Ég byrjaði á því að ráðfæra mig við kennarann og við ætlum að athuga með sérkennslu fyrir hann. Þar með væri ég komin með forgreiningu sem mundi nýtast mér í áfamhaldandi greiningu.

Ég fór líka á bókasafnið og náði mér í athyglisverða bók sem heitir "Tígurinn taminn".
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?