Thursday, September 29, 2005

 

6. dagur

Frídagur að mestu leyti. Þennan dag fóru þær verslunarþyrstu í búðarráp, en við hinar röltum rólega milli handverksbúða í góða veðrinu. Við vorum alltaf heppnar með veður og þakka ég því að ég tók regnhlífina með.

Klukkan fjögur var svo farið frá hótelinu og keyrt niður á höfn. Þar blasti við dallur mikill "Regina Baltica", sem átti að flytja okkur yfir til Stokkhólms. Alger dallur og klefarnir pínulitlir, en allir staðráðnir í að láta það ekkert á sig fá. Því er þó ekki að neita að smá innilokunartilfinning gerði vart við sig, enda vorum við í klefum á neðstu hæð. Smá Titanic stíll á þessu, fátæka fólkið á neðsta dekki. Mikið af ruddalegum karlmönnum um borð, vel við skál og keðjureykjandi. Ekki alveg til að auka öryggistilfinninguna. Þess má geta, að "dallurinn" strandaði svo tveimur dögum síðar í innsiglingunni í Stokkhólmi.

Comments:
úff, hljómar skerí, maður man eftir ferjuslysinu mikla :-O
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?