Thursday, September 29, 2005

 

4.dagur


Tallinn er falleg borg. Gamla miðborgin er í miðaldarstíl og margar fallegar byggingar. Margar byggingar bera skemmtileg nöfn, eins og "feita Margrét" og "hái Hermann". Fyrir utan miðborgina er svo tónleikahöll, þar sem haldnir eru risatónleikarnir "Festival of Song". Þegar Eistland var undir valdi Sovétríkjana, var eistneska bönnuð, nema í söng. Þess vegna notuðu bæjarbúar hvert tækifæri til að syngja. Þessi höll getur rúmað 30 þúsund manna kór og það var því fremur fátæklegt þegar 60 kórkonur stilltu sér upp á pöllunum og sungu. Sigrún kórstjóri lét ekki sitt eftir liggja og tók lagið, við fögnuð viðstaddra.

Deginum var að mestu leyti eytt í miðborginni, fyrst í skipulagðri skoðunarferð en síðan á eigin vegum. Um fimmleytið var svo æfing í kirkjunni og voru konur misflinkar að koma sér þangað. Sumar tóku sporvagn í vitlausa átt og hreinlega villtust. Eftir æfingu var brunað í Tónleikahöll Tallinn, þar sem átti að gera tilraun til að nálgast miða á tónleika hjá Kammerkór bæjarins. Það var því miður uppselt og var því rölt í bæinn og stefnan tekinn á veitingastað í miðaldrastíl, Olde Hansa. Þjónustan þar var alveg framúrskarandi og maturinn líka. Stúlkan sem þjónaði okkur til borðs var ríflega verðlaunuð, enda átti hún það skilið.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?