Tuesday, September 27, 2005
2. dagur
Eftir morgunverð á hótelinu, vorum við sóttar í rútu. Leiðin lá í stórglæsilegt tónleikahús í Lahti, Sibelius Hall. Húsið er byggt að mestu leyti úr timbri og gleri og er sérhannað með hljómburð í huga. Hljóðeinangrun er að hluta til úr sandi og húsið er algerlega hljóðeinangrað. Þarna var okkur boðið að hlusta á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveitinni í Lahti, þar sem hún æfði hluta úr Brandenborgartónverki Bach. Hljómburðurinn var alveg magnaður. OG að sjálfsögðu tókum við lagið.
Eftir þessa mögnuðu upplifun, var okkur ekið til Ráðhússins í Lahti, þar sem borgarritarinn tók á móti okkur. Hann hélt langan og strangan fyrirlestur um Lahti. Það var eins og maður væri komin aftur á skólabekk og svei mér þá ef nokkrar konur voru ekki farnar að dotta. Eftir þann fyrirlestur tók menningarfulltrúi Lahti við og hélt ANNAN fyrirlestur. Hún fræddi okkur um að Lahti er að reyna að verða fulltrúi Finnlands, sem Menningarborg Evrópu árið 2011. Mjög erfitt að halda einbeitningu og virka áhugasamur.
Þá tók við 3 klst. frjáls tími. Það var hlaupið í bæinn og konur lögðust almennt í búðarráp. Ég stoppaði lengst í H&M, þar sem ég verslaði aðeins á börnin. Keypti mér síðan úlpu í Lindex og kom við í Marimekko. Lengra komumst við ekki, því einhvað urðum við að borða fyrir tónleika.
Klukkan 17:30, var síðan farið með rútu í Hollola kirkjuna þar sem fyrstu skipulögðu tónleikarnir voru haldnir. Hollola kirkjan er gömul steinakirkja frá 14.öld, mjög falleg. Tónleikar tókust vel og voru sendiherrar og fleiri ráðamenn, meðal áheyrenda. Prógraminu var rent í gegn og gekk nokkuð hnökralaust. Íslensku lögunum var vel tekið og svo var rennt í Tangó, sem tókst mjög vel.
Það var orðið dimmt þegar við komum til baka, en engin var tilbúin í svefn. Það var haldið í bæinn og splittaðist hópurinn upp á hina ýmsu veitingastaði. Við vorum heppnar með veitingastað, fengum kalkún og meðlæti fyrir rúmlega 1000 kr. Og að sjálfsögðu var tekinn tappinn úr rauðvínsflösku, eða tveimur, eða þremur.
Eftir þessa mögnuðu upplifun, var okkur ekið til Ráðhússins í Lahti, þar sem borgarritarinn tók á móti okkur. Hann hélt langan og strangan fyrirlestur um Lahti. Það var eins og maður væri komin aftur á skólabekk og svei mér þá ef nokkrar konur voru ekki farnar að dotta. Eftir þann fyrirlestur tók menningarfulltrúi Lahti við og hélt ANNAN fyrirlestur. Hún fræddi okkur um að Lahti er að reyna að verða fulltrúi Finnlands, sem Menningarborg Evrópu árið 2011. Mjög erfitt að halda einbeitningu og virka áhugasamur.
Þá tók við 3 klst. frjáls tími. Það var hlaupið í bæinn og konur lögðust almennt í búðarráp. Ég stoppaði lengst í H&M, þar sem ég verslaði aðeins á börnin. Keypti mér síðan úlpu í Lindex og kom við í Marimekko. Lengra komumst við ekki, því einhvað urðum við að borða fyrir tónleika.
Klukkan 17:30, var síðan farið með rútu í Hollola kirkjuna þar sem fyrstu skipulögðu tónleikarnir voru haldnir. Hollola kirkjan er gömul steinakirkja frá 14.öld, mjög falleg. Tónleikar tókust vel og voru sendiherrar og fleiri ráðamenn, meðal áheyrenda. Prógraminu var rent í gegn og gekk nokkuð hnökralaust. Íslensku lögunum var vel tekið og svo var rennt í Tangó, sem tókst mjög vel.
Það var orðið dimmt þegar við komum til baka, en engin var tilbúin í svefn. Það var haldið í bæinn og splittaðist hópurinn upp á hina ýmsu veitingastaði. Við vorum heppnar með veitingastað, fengum kalkún og meðlæti fyrir rúmlega 1000 kr. Og að sjálfsögðu var tekinn tappinn úr rauðvínsflösku, eða tveimur, eða þremur.