Tuesday, August 09, 2005

 

Vinnuleiði

Ég er haldin einhverjum ótrúlegum vinnuleiða þessa dagana. Ég er meira að segja farin að ganga svo langt að forvitnast um hvað er í boði á atvinnumarkaðnum. EN ég veit bara ekkert hvað ég vildi vera að gera. Þangað til ég veit það, er jú ósköp lítill tilgangur í að skoða atvinnuauglýsingar. Eitthvað nógu spennandi og auðvitað gott kaup.

Hvað þykja annars mannsæmandi laun í dag. Eru 200 þús kr. bara orðin lágmarkslaun á atvinnumarkaðnum?

Comments:
Um að gera að skoða auglýsingar, kannski sérðu eitthvað spennandi sem þér dytti annars ekki í hug. Og ég myndi ekki vilja reyna að lifa á minna en 200 þús, amk ekki sem eina fyrirvinnan...
 
Mér finnst 250 þúsund vera lágmarkslaun og 300 þúsund mannsæmandi laun. En ég er svosem ekki með mannsæmandi laun sjálf.
 
jamm, 250 þús. teljast engin launabomba í dag. ég er rétt skriðin þangað (og hefði sennilega aldrei náð því takmarki ef ég hefði haldið áfram að vinna með þér...híhí), en ég gæti alveg notað annan 100 þúsund kall á mánuði (enda helsta fyrirvinna heimilisins).
blessuð góða, finndu þér eitthvað sem þú hefur meira gaman af og þar sem þú færð að njóta þín betur. þó svo að þú þurfir að læra meira. annað eins hefur nú gerst... ég veit fyrir víst að vinnan sem þú ert í í dag er alls ekki sú mest gefandi og spennandi sem fyrirfinnst.
 
Þetta er allt í athugun hjá mér. Fer hægt og rólega af stað. Ég færi ekki í vinnu fyrir minna en 250 þús. kr. Búin að fá nóg af því að láta traðka á mér.
 
áfram Veiga!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?