Wednesday, July 20, 2005

 

Þrif á svölum í fjöbýlishúsum

Ég er örg í dag. Nágranni minn fyrir ofan mig tók upp á því að spúla(smúla) svalirnar hjá sér þannig að það myndaðist hálfgerður foss inná hellurnar hjá mér(ég er á jarðhæð). Þessu fylgdi sandur og smásteinar, fyrir utan það að grill og garðstólar blotnuðu. Ég spurði manninn hvort hann ætlaði að koma og sópa svo hjá mér og hann hló vandræðalega og sagði að þetta kæmi ekki frá honum. Þá spurði ég hann hvort honum fyndist í lagi ef nágranninn fyrir ofan hann hagðaði sér þannig og þá fór hann í flækju, en svaraði eiginlega út í bláinn. Í dag er ég að reyna að finna lög eða reglur sem banna svona lagað í fjölbýlum, en finn ekkert.

Ég tel fullvíst að þetta sé bannað og ætla ekki að láta vaða svona yfir mig. NB þetta er maður sem kom sótillur og skammaðist yfir því þegar sonur minn vogaði sér að segja þegiðu við barnið hans. Svo heldur hann að hann geti gert það sem honum sýnist. ÓNEI

PS. Svarið við getrauninni er: Frankly Mr. Shankly með The Smiths.

Comments:
Ég veit ekki hvort það séu nein lög við svona. Hins vegar má fara fram á almenna tillitssemi. Hann hefði alla vega átt að banka upp á og segja þér að hann ætlaði að spúla svo þú hefðir getað sett hlutina í skjól.
 
Það sem ég var örgust yfir var að hann spúlaði öllum skítnum niður til mín.
 
Nei, það virðist ekki vera neitt niðurfall hjá honum. Mér finnst þetta óhæf hegðun í fjölbýlishúsi.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?