Monday, June 06, 2005
Sumarfrí
Þá er maður komin í tveggja vikna sumarfrí. Það verður ekkert sérstakt gert í þessu fríi, en samt nóg haft fyrir stafni. Dagarnir byrja á því að fara með soninn á fótboltaæfingar. Æfingar eru kl. 9, svo það verður ekkert sofið fram eftir í fríinu. Það er líka ýmislegt sem þarf að klára í íbúðinni, svo sem finna kastara í stofuna, ganga frá fataskápum og fleira og fleira. Einnig verð ég að veita dótturinni andlegan stuðning, þar sem hún er að stíga sín fyrstu skref sem barnfóstra í fullu starfi.
Þess á milli verðum við mæðginin í húsdýragarðinum, eða bara úti að leika.
Þess á milli verðum við mæðginin í húsdýragarðinum, eða bara úti að leika.