Tuesday, June 21, 2005
Stutt gaman
Jæja, þá er maður búin í fríi - í bili. Það myndi nú seint teljast merkilegt frí. Reyndi að sinna syninum af bestu getu, fórum í sund, húsdýragarðinn og löbbuðum niður að vatni. Ég brann náttúrulega í sólinni, þrátt fyrir vörn nr. 15. Ég virðist bara varla þola sólina og kannski eins gott að ég bý ekki í hlýrra loftslagi. Sjálf komst ég hálfa leið í gegnum Hitchhikers guide safnið og er núna að byrja á Life, universe and everything. Þetta rifjast ótrúlega mikið upp þegar maður les þetta í annað sinn og húmorinn er einstakur.
Ég er búin að vera mjög óþekk í kórastarfinu og skrópaði á 17. og 19. júní. Veit ekki hvað það er, en ég er bara í einhverri sönglægð eins og er. Ég er meira að segja farin að tvístíga með utanlandsferðina í haust. Vona að þetta gangi yfir sem fyrst.
Ég er búin að vera mjög óþekk í kórastarfinu og skrópaði á 17. og 19. júní. Veit ekki hvað það er, en ég er bara í einhverri sönglægð eins og er. Ég er meira að segja farin að tvístíga með utanlandsferðina í haust. Vona að þetta gangi yfir sem fyrst.