Sunday, June 12, 2005

 

Hver skilur karlmenn?

Er einhver kvennmaður sem getur sagt að hún skilji hvernig karlmenn fúnkera. Hvernig þeir hugsa og hvaða rökum þeir beita. Ég á allavega stundum mjög erfitt með að skilja hvað í ósköpunum þeir eru að hugsa.

Tökum sem dæmi: Ég á yngri, einhleypa, systur sem er alveg ofboðslega seinheppin í karlamálum. Hún virðist sérfræðingur í því að laða að sér hin ótrúlegustu eintök af karlmönnum. Þeir koma illa fram við hana og sýna henni enga virðingu. Samt er systir mín bæði falleg og gáfuð. Hún er góðhjörtuð, blíð og mjög skemmtileg. Þess vegna á ég svo erfitt með að skilja óheppni hennar í samskiptum við karlmenn. Hvaða standard eru þessir menn eiginlega að setja?

Ég bara skil þetta ekki.

Comments:
Æ takk fyrir þessu fallegu orð elsku stóra systir! Þú ert langbest í öllum heiminum.
Að mínu mati er bara best að vera án þeirra! :)
 
Karlmenn eru skrítnir, alla vega margir þeirra. Kunna ekki gott að meta. Ég á góða vinkonu sem eru sömuleiðis sæt, skemmtileg, ljúf og góð, góður kokkur og jú neim it, en ekki kunna lúðarnir sem hún kynnist að meta það.
 
Það er í sjálfu sér ekkert erfitt að skilja sjálfhverft fólk, það er bara erfitt að sætta sig við það. Er ekki miklu frekar erfitt að skilja hvernig konur hugsa? Af hverju falla góðar og skemmtilegar konur fyrir lúserum?
 
Systir þín er litblind.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?