Thursday, June 30, 2005

 

Come up and see me, make me smile

Ég er að farast í dag. Ég hlakka svo til tónleikana í kvöld. Ég var svo mikið fan í den. Ég átti allar plöturnar og veggirnir voru þaktir af myndum. Ég var í Duran Duran fanclub í Versló, þar sem Felix Bergsson var í broddi fylkingar. Við vinkonurnar gengum meira að segja svo langt að senda bréf út, og grátbiðja þá um að koma til landsins. Við vorum svo frumlegar að við vorum með uppástungur um hvað þeir gætu gert sér til dundur á klakanum.

Ég held að The Seventh Stranger verði alltaf uppáhaldslagið mitt, en annars var ég eiginlega hrifin af þeim flestum.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?