Friday, June 24, 2005

 

Bla bla bla

Ég á son sem talar alveg ótrúlega mikið. Hann er sítalandi frá þeirri stundu sem hann opnar augun á morgnana og þangað til að hann lognast út af á kvöldin. Það eru engin skilyrði að hann hafi einhvern til að tala við, stundum talar hann bara við sjálfan sig. Það getur verið skondið stundum, þegar maður heyrir í honum inná klósetti í hrókasamræðum við sjálfan sig. Stundum verðum við mæðgur svo þreyttar á honum að hann er vinsamlegast beðinn um að hvíla munninn í smá stund.

Ég held að það sé alger vitleysa að það séu bara konur sem tali mikið. Ég þekki nokkur eintök af karlmönnum sem geta sko alveg talað mann í kaf.

Comments:
Hva er etta... hann verður örugglega bara heimsfrægur talk show þáttastjórnandi, svona eins og Letterman, Leno og Oprah.

Oprah sagði einmitt að hún hefði sem barn verið með óstjórnlega munnræpu en náði að velja sér akkúrat rétta jobbið til að nota sína óstöðvandi talblöðru.. :D
 
Hehe ég get nú kannski ekki mikið sagt. Þegar börnin eru hjá pabba sínum, spjalla ég oftast við köttinn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?