Friday, April 22, 2005

 

Sveitalíf

Símann, sumir telja,
talsvert flókinn hér,
ef viltu, númer velja,
ég vil, kenna þér.
Fyrst þú heyrnartólið tekur
og berð það upp að eyra...
Ef að enginn heyrist sónn,
bilaður er telefónn.

Ó nei ekki er síminn bilaður. Það er bara ekki búið að smíða símstöð í Hvarfa-hverfi. Ég er búin að vera símalaus (og netlaus) í 3 vikur. Þegar ég talaði við bilanir hjá Og Vodafone(því eðalfyrirtæki), var mér sagt að það væri ekki búið að byggja símstöðina fyrir þetta hverfi. Á flestum skiltum í blokkum Álfkonuhvarfs stendur: Íbúðir afhentar í apríl-maí 2005. Skyldi þetta fólk nokkuð eiga síma?????

Comments:
Jemundur Jósepsson.. netlaus í svona langan tíma. Ég væri löngu komin upp á geðdeild skoh :O
 
Ekki búið að smíða símstöð????!!!! Hvers konar eiginlega.... Ég var netlaus í þrjár vikur í janúar þar sem ADSL flutningurinn gekk svo hægt en ég var líka alveg að tapa mér. Og hafði ég þó síma. :o
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?