Friday, April 08, 2005
Afrek gærdagsins
Jæja, ég afrekaði nú ekki svo margt í gær. Ég borgaði teppalagningamönnunum og held að ég sé búin að finna mér þurrkara. Fann AEG þurrkara í Elko á rosalega góðu verði. Það er samt ákveðin tortryggni í mér gagnvart Elko. Veit ekki alveg hvað það er.
Hvað um það. Fékk smá smjörþef af þeim bíltúrum sem ég á eftir að stunda í framtíðinni. Dóttirin þurfti að skreppa á opið hús í skólanum og sonurinn vildi heimsækja vin sinn í "gamla" hverfinu. Það versta er að það er ekki búið að malbika leiðina milli hverfa, þannig að bíllinn finnur heldur betur fyrir öllum akstrinum.
Greyið bíllinn er orðinn svo skítugur að það sést varla hvernig frumliturinn var á honum.
Kvöldið endaði svo með því að ég fór bullsveitt að reyna að hjálpa dótturinni með stærðfræðina. Hún var að fara í próf í dag. Ég hef aldrei verið sleip í stærðfræðinni. Getur einhver sagt mér hvað sjálfstæðar tölur og frumtölur eru??
Hvað um það. Fékk smá smjörþef af þeim bíltúrum sem ég á eftir að stunda í framtíðinni. Dóttirin þurfti að skreppa á opið hús í skólanum og sonurinn vildi heimsækja vin sinn í "gamla" hverfinu. Það versta er að það er ekki búið að malbika leiðina milli hverfa, þannig að bíllinn finnur heldur betur fyrir öllum akstrinum.
Greyið bíllinn er orðinn svo skítugur að það sést varla hvernig frumliturinn var á honum.
Kvöldið endaði svo með því að ég fór bullsveitt að reyna að hjálpa dótturinni með stærðfræðina. Hún var að fara í próf í dag. Ég hef aldrei verið sleip í stærðfræðinni. Getur einhver sagt mér hvað sjálfstæðar tölur og frumtölur eru??