Thursday, March 24, 2005
Vonsvikin
Nei, það fór ekki allt að óskum. Ég fæ líklegast ekki íbúðina fyrr en næsta þriðjudag. Ég var frekar örg í gær og blótaði iðnaðarmönnunum í sand og ösku. Þegar ég hringdi í verkstjórann í gær, þá var hann í fríi og vissi ekkert um stöðu mála. Hann ráðlagði mér að hringja í eigandann og tala við hann. Eigandinn sagði að það hefði ekki náðst að klára fyrir páska og það yrði allt kapp lagt á að klára íbúðina á þriðjudaginn. Þegar ég spurði hann hvort ég ætti þá að tala við hann á þriðjudaginn var svarið "Nei talaðu við verkstjórann, ég verð í fríi".
Hvurnig geta þessir menn vogað sér að vera í fríi þegar þeir eru komnir fram yfir afhendingardagsetningu. Stundum held ég að sumir (og ég tek fram sumir) iðnaðarmenn hafi enga samvisku. Ég kem í dag getur kannski þýtt í dag, eða morgun eða bara einhvern tímann. Maður hefur nú oft eytt heilu dögunum í bið eftir iðnaðarmanni. Hvernig geta þeir leyft sér þetta. Ég held að þetta sé eina stéttinn sem getur leyft sér svona lagað.
En þetta er jú bara mín skoðun.
Hvurnig geta þessir menn vogað sér að vera í fríi þegar þeir eru komnir fram yfir afhendingardagsetningu. Stundum held ég að sumir (og ég tek fram sumir) iðnaðarmenn hafi enga samvisku. Ég kem í dag getur kannski þýtt í dag, eða morgun eða bara einhvern tímann. Maður hefur nú oft eytt heilu dögunum í bið eftir iðnaðarmanni. Hvernig geta þeir leyft sér þetta. Ég held að þetta sé eina stéttinn sem getur leyft sér svona lagað.
En þetta er jú bara mín skoðun.
Comments:
<< Home
Ég talaði við frænda minn sem er kunnugur svona málum og hann sagði að menn færu ekki að beita dagsektum fyrr en eftir rúma viku. Það væri að vísu spurning hvað ég vildi fara í hart.
Ég er búin að stefna til mín teppalagningamanni á þriðjudagskvöldið svo maður verður bara að vona það besta.
Ég er búin að stefna til mín teppalagningamanni á þriðjudagskvöldið svo maður verður bara að vona það besta.
Það er spurning hvort að það sé hægt að finna "get ekki verið á réttum tíma þótt lífið lægi við" genið í iðnaðarmönnum.
Nei, ég varð sko að fresta honum. Núna er staðan þannig að ég á að fá afhent á föstudag, og hann kemur seinni partinn á föstudeginum. Ég á síðan að afhenda sjálf á laugardeginum.
Post a Comment
<< Home