Tuesday, March 08, 2005

 

Þvílíkur munaður

Síðasta helgi var stórkostleg, skemmtileg og frábær. Hver getur ekki skemmt sér í hópi 70 hressra kvenna (og reyndar eins karlmanns)?? Skemmtihelgin var í Munaðarnesi og aðaltilgangurinn var að æfa kórinn fyrir tónleika vorsins. EN það var margt annað brallað og heitu pottarnir óspart notaðir. Maturinn var góður og skemmtiatriði frábær. Síðan var tjúttað fram á nótt og að lokum fóru þeir allra hörðustu í partí og potta.

Það er mikil andleg upplyfting að syngja í kór. Maður kúplar sig frá áhyggjum hversdagsins og kemur trallandi heim. Ég sagði við Sigrúnu kórstjóra "Fyrst það er svona gaman í Munaðarnesi, hvernig verður þá í haust". Við erum nefnilega að fara til útlanda í haust og þar sem ég er nýbyrjuð, verður þetta fyrsta utanlandsreisa mín með kórnum.

Comments:
ooohhh, kórferðir eru bara svooo skemmtilegar.

Verst þegar þær eru upptökuferðir en maður er samt vakandi til 4-5 um nóttina...

þið lofið mér að láta vita hvenær útsetningarnar eru frumfluttar, er ekki það?
 
Að sjálfsögðu verður þú látin vita. Þú verður nú að mæta á tónleikana og heyra hvernig við hljómum. Þér verður örugglega boðið á tónleikana.

Ég held að við séum að ná ágætis tökum á lögunum þínum, vantar bara smá fínpússningar. Textinn í Vinaspegli er nú smá tungubrjótur.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?