Friday, March 11, 2005

 

Viva Versló

Það er ekki laust við að maður sé þreyttur í vinnunni í dag. En það er góð þreyta. Í gærkvöldi hitti ég fyrrum bekkjarfélaga mína úr Verslunarskólanum. Við höfum þann sið að hittast einu sinni á ári, eftir Nemendamót. Þar er skipst á persónuupplýsingum, hver er giftur og hver er skilin og hver er óléttur (ótrúlegt en satt) og hvernig börnin hafa það. Þetta er alltaf mikil skemmtun og mikið hlegið og spjallað (og borðað). Kristín sér um að halda uppi samræðum, með sínum einstaka húmor og svo eru náttúrulega rifjaðir upp gamlir dagar (við erum víst að verða 20 ára stúdentar á næsta ári).

Að þessu sinni var það Ólafur Haraldsson sem bauð okkur til veislu á þessum líka fína herragarði rétt við Gljúfrastein. Hann er nýlega búin að byggja sér herragarð í dönskum stíl. Mér finnst nú að Vala Matt verði að kynna sér þessa höll. Það voru mörg VÁ-in sem heyrðust í gær, enda hvergi til sparað.

Á næsta ári er ætlunin að fara fínt út að borða. Ég er strax farin að hlakka til.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?