Tuesday, March 01, 2005
Umferðarómenning
Ég bara get ekki hætt að tala um umferðina í höfuðborginni. Þessi egóismi sem er við lýði er alveg að gera mig brjálaða. Svona "hér kem ég og ræð öllu og er fyrstur og farðu frá" er bara eitthvað sem er mjög slæmt að sjá í umferðinni. Það að geta ekki hægt á sér eða hliðrað til fyrir hinum bílstjórunum. Og ég sem hélt að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir. Greinilega ekki til neinir bílar í skóginum.
Anda djúpt og svo allir saman nú "Einum unni ég manninum"...og sv. fr.
Anda djúpt og svo allir saman nú "Einum unni ég manninum"...og sv. fr.