Thursday, March 31, 2005
Skúra, skrúbba og bóna
Það er alveg ótrúlega margt sem verður að ganga frá þegar skipt er um fasteign. Það þarf að pakka allri búslóð og flytja á nýjan stað. Það er líka ýmislegt smálegt sem þarf að að ganga frá í nýrri íbúð, sem er varla orðin standsett. Já, ég fæ afhent á morgun (á hádegi) og lendi því ekki á götunni. Þeir ætluðu að afhenda mér á mánudaginn, en þá barði mín í borð og sagði að það gengi bara ekki upp. Þess vegna flyt ég inn um helgina og þeir verða að fá að klára rest í næstu viku. Ég verð alein í blokkinni fyrsta mánuðinn eða svo, tja að vísu umkringd helling af fullvöxnum karlmönnum.
SVO er það sem mér finnst leiðinlegast. Það þarf að þrífa húsið hátt og lágt. Mér finnst alltaf erfiðara að þrífa fyrir aðra, því þá finnst mér ég þurfa að vanda mig svo rosalega mikið. JÆJA ofninn bíður. Nú bý ég vel að því að hafa þrifið allt svona vel fyrir jólin.
SVO er það sem mér finnst leiðinlegast. Það þarf að þrífa húsið hátt og lágt. Mér finnst alltaf erfiðara að þrífa fyrir aðra, því þá finnst mér ég þurfa að vanda mig svo rosalega mikið. JÆJA ofninn bíður. Nú bý ég vel að því að hafa þrifið allt svona vel fyrir jólin.
Comments:
<< Home
Til hamingju með íbúðina. Já, það er leiðinlegt að þrífa, en hugsaðu hvað verður gaman þegar þú ert búin að koma þér fyrir í fínu, nýju íbúðinni. :)
ooohh hvað þú getur hlakkað til að flytja inn og vera búin að taka upp úr öllum kössunum ;-)
þetta nálgast, vertu viss!
Post a Comment
þetta nálgast, vertu viss!
<< Home