Tuesday, March 22, 2005

 

Living in a box

Það eru kassar út um allt. Heilt virki inni í stofu og á víð og dreifð um herbergi. Nú er verið að pakka búslóðinni og kassar fylltir hver af öðrum. Það er alveg sama hvað ég betla marga kassa, þeir eru alltaf orðnir fullir.

Talandi um að betla kassa. Hérna áður fyrr var ekki nokkuð vandamál að útvega sér kassa. ÁTVR var einn af þeim stöðum sem alltaf var hægt að fá kassa. En nú er tíðin önnur. Allar verslanir pressa sína kassa jafnóðum og eru ekki með þá á lager eins og áður. Nú verður maður að kaupa sér pappakassa í Bónus eða hjá Kassagerðinni.

Ja hérna, það var nú öðruvísi þegar ég var ung.

Comments:
hmmm, enn hægt að fá kassa í Krónunni og (amk sumum) Nóatúnum.
 
Kíki á það í dag. Annars kom fyrrverand maðurinn minn með eitthvað af kössum í gær. Sé hvað það dugar langt.
 
Ég fékk kassa hjá ÁTVR í Smáranum þegar ég flutti fyrir tveimur árum. Þannig að það sakar ekki að prófa.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?