Wednesday, March 23, 2005

 

Hnútur

Það er ekki laust við að það sé spennuhnútur í maganum á mér í dag. Ég fæ að vita stöðu mála með nýju íbúðina mína eftir hádegi. Stóra spurningin er: Fæ ég afhent um páskana eða lendi ég á götunni 2.apríl. Ekki veit ég hvernig mér tekst að einbeita mér að vinnu í dag. Ég er heldur svartsýn eftir heimsókn mína í gærdag. Allir farnir kl. 4 og heilmikið eftir.

Á meðan er lítið annað að gera en að halda áfram að pakka í kassa og ryksuga. Ég hef nefnilega þá áráttu að ryksuga þegar eitthvað er að angra mig.

Comments:
toj toj!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?