Thursday, March 17, 2005

 

Annar í hlaupabólu

Ég þurfti að fara með dótturina til læknis í gær. Ástæðan var einkennilegar bólur á baki og bringu. Hana klæjaði mikið og var helaum. Ég var hræddust um að einhver kvikindi hefðu tekið sér bólfestu undir húðinni og þá jafnvel að kisa hefði borið þau inn. EN ótrúlegt en satt, þá er hún komin með hlaupabólu í annað sinn. Það er víst þannig að veiran sem veldur hlaupabólu getur legið í dvala í líkamanum og breiðst svo út aftur í gengum taugaendana (mig minnir að læknirinn hafi útskýrt þetta þannig). Þannig að það var komið við í apóteki og keypt ofnæmislyf og kalamin sem á að draga úr kláðanum.

Ég get ekki sagt annað en að ég hafi verið fegin. Ég sá fyrir mér að þurfa að fara að skipta á öllum rúmum og þvo og þvo og þvo og frysta það sem ekki væri hægt að þvo.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?