Wednesday, February 09, 2005

 

Veikindi

Flensufaraldur hefur geysað á heimilinu. Dóttirin lá veik alla síðustu viku og í gærkvöldi veiktist sonurinn. Hann rauk upp í hita og kvartaði um verki í líkamanum. Sonurinn er að vísu nokkuð sérstakur sjúklingur. Því veikari sem hann verður, því ofvirkari verður hann. Þar af leiðandi vorum við vakandi í nótt, hann með 40 stiga hita og með orku á við þrjá.

Hann er náttúrulega svekktur yfir því að vera veikur á sjálfan Öskudaginn. Amma búin að gefa honum Ninjabúining og allt klárt fyrir ballið. Ég verð einhvern veginn að bæta honum þetta.

Comments:
Ég fór og fékk myndlykil fyrir Breiðbandið og hann var heldur betur ánægður með að fá loksins Cartoon Network.
 
já, það var það sem ég ætlaði að gera í dag! Fer maður bara niður á Síma og kippir einu stykki með?

er hrædd um að elsta dóttirin geri uppreisn og flytji að heiman ef við fáum ekki svona græju. Ekkert víst reyndar að við kaupum neinn pakka samt, en sjáum amk Skjá 1 (erum ekki með hann, bara ríkissjónvarpið - og það snjóar þar)
 
Jú þetta er rosalega auðvelt. Maður fær myndlykil í verslun símans, fer með hann heim og stingur honum í samband og Voilà.
 
einhver var að segja að maður fengi myndlykilinn gegn 600 króna mánaðargjaldi, er það nokkuð rétt? skv bæklingnum var þetta eitthvað eingreiðsludæmi!
 
Ég held að þú þurfir að greiða 600 kr. á mánuði fyrir leigu á myndlykli.
 
jú, það er víst þannig :-( (enda var þessi „einhver" mágur minn, vefstjóri Símans)

Held þetta 600 króna gjald falli niður ef maður kaupir einhvern pakkann hjá þeim. Ég er hins vegar súr yfir að geta ekki valið saman rásir, þarf að kaupa stóra pakkann til að fá þær 4-5 rásir sem mig langar í. Var eiginlega búin að aftaka að kaupa neitt út af því...
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?