Monday, February 28, 2005

 

Reykir

Dóttirin kvaddi mig með vandræðalegum kossi í morgun og lagði af stað í ferðalag. Hún er að fara á Reyki í Hrútafirði og verður þar fram á föstudag. Það var mikið stress í gangi í morgun, þegar hún var að fara yfir farangur og athuga hvort allt væri ekki örugglega með. Ég sagði henni að ef hún væri með auka nærbuxur og sokka og tannburstann sinn, þá væri hún í góðum málum.;)

Ég er mjög hrifin af þessari ferð og held að krakkarnir hafi bæði gagn og gaman af henni. Þau læra heilmikið og þurfa að standa í eigin lappir. Ég heyri vonandi sem minnst í henni, því engar fréttir eru víst góðar fréttir.

Comments:
Já ég man hvað ég hlakkaði til þessarar ferðar þegar ég var á þessum aldri. Tveim vikum fyrir brottför setti eitt foreldrið sig uppá móti ferðinni, því hún taldi vikudvöl vera út úr korti... Í stað þess að halda bara barninu sínu eftir, hótaði hún málsókn og fleiru ef farið yrði í ferðina, því þá væri jú verið að skilja barnið hennar út undan...


Það var því hætt við ferðina...
 
En ömurlegt. Ég hefði orðið alveg öskuill sem foreldri ef einhver hefði vogað sér að gera svona.
 
ekkert smá, urrr!

Fífa fór í lok janúar, fannst frábært. Heyrði ekki bofs í henni, alla vikuna...
 
Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað ég ætti eftir að sakna hennar mikið. Kisa er voðalega aum líka, þvælist um húsið volandi og leitandi.
 
jahá

það var sko tómlegt.

Svo fer hún í kórferðalag, til Spánar í sumar í 10 daga. Þetta eldist, maður minn!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?