Wednesday, February 02, 2005

 

Það hljómar hvar sem ég fer

Ég er með innbyggt útvarpstæki í hausnum. Þetta kemur sér mjög vel þegar maður þarf að æfa lög fyrir kórinn. Ég get sem sagt verið að sinna minni vinnu og á meðan hljóma lögin sem við erum að æfa og ég fer yfir mína rödd. Í dag hljómar td. í hausnum á mér "Einum unni ég manninum".

Annars er það helst í fréttum að ég er búin að láta laga ljósin á bílnum. Það kom í ljós að það var eitthvað öryggi farið, svo þar fuku 15 þús. krónur. Einnig er ég búin að velja innréttingar í nýja eldhúsið mitt og munu þær verða í mahogny. Dóttirin er á fjórða veikindadeginum, en er og þrjósk ætlar í samræmt próf á morgun. Hún er svo ofur-samviskusöm greyið. Getur varla borðað og er með stöðugan hausverk, en ÆTLAR í prófin. Það finnst mér nú soldið to much.

Comments:
og hvernig kemur útsetningin út?
 
Hún kemur rosalega vel út. Hljómurinn er fallegur og flott þegar altinn tekur miðkaflann.

Annars var Sigrún að tala um það að textinn væri miklu lengri og þetta væru í raun 3 erindi.
 
já, það mættu alveg vera amk eitt til tvö erindi enn, þó það væri ekki nema til að útskýra hvers vegna harmurinn var allt í einu horfinn :-)
 
Akkúrat. Þetta hljómaði hálf furðulega eins og þetta var í einu erindi.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?